
Húsvarsla / Húsvörður
Við þjónustum húsfélög, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga
Húsvörður fyrir Húsfélög, fyrirtæki og stofnanir
Húsvörður sér um reglulegt eftirlit, smærri viðhald og samskipti við verktaka svo sameignin haldist hrein, örugg og í lagi. Við göngum um húsið samkvæmt áætlun, athugum hurðir, lýsingu, stiga og sameiginleg rými, skráum frávik og bregðumst hratt við. Einnig sjáum við um pöntun og eftirfylgni með verktökum, einföld verk eins og ljósaperuskipti og aðstoð við tilfallandi verkefni. Húsvarsla sameinar ábyrgð, samskipti og skipulag – þú færð einn tengilið sem sér um mál þíns húsfélags frá A–Ö.